Skip to content

Notendareikningur

Notendareikningur

Verð ég að stofna reikning til að búa til eða panta vöru?

Þú getur byrjað á verkinu þínu án þess að stofna reikning – ef þú vilt til dæmis bara skoða þig um og kanna möguleika forritsins. Til að geta vistað verkið þitt verður þú hins vegar að stofna reikning. Þá verður verkið þitt vistað og geymt í persónulegri möppu fyrir þig, tilbúið fyrir þig að vinna nánar með.

Hvar finn ég og nálgast notendareikninginn minn?

Til að nálgast reikninginn þinn með persónuupplýsingum, pöntunarsögu og virkum verkum, vinsamlegast smelltu á forsíðumyndina við hliðina á notendanafninu þínu.

Notendareikningur

Hvernig byrja ég á verki?

Vinsamlegast veldu vöru sem þú hefur áhuga á og smelltu á „Byrja“ hnappinn eða „næsta,“ fer eftir gerð vöru. Þú þarft ekki að stofna reikning áður en þú byrjar á verkinu þínu. Hins vegar, ef þú ákveður að vista verkið þitt eða panta persónulega vöru, verður þú að stofna reikning hjá okkur.

Hvernig breyti ég nafninu á verkinu mínu?

Það er tvær leiðir til að breyta nafninu á verkinu þínu: Á öllum vörum, fyrir utan kort, getur þú breytt nafni verksins um leið og þú opnar forritið. Þú einfaldlega smellir á blýantinn við hliðina á núverandi nafni, verkinu þínu nýtt nafn og smellir á „vista.“ Fyrir allar vörur, veldu vöru og vistaðu hana. Verkið þitt mun vistast undir „Verkin mín“ á aðganginum þínum. Til að breyta nafni á verki sem þegar er til, veldu „Verkin mín“ á aðganginum þínum, finndu verkið sem þú vilt endurnefna og smelltu á blýantinn við hliðina á núverandi nafni. Þú getur nú breytt og vistað nýtt nafn á verkið þitt.

Mig langar að breyta gerð kápu sem ég valdi fyrir verkið mitt. Hverning geri ég það?

Því miður er ekki mögulegt að breyta kápu myndabóka eða árbóka eftir að verkið er hafið.

Get ég breytt stærðinni á vörunni minni eftir að ég hef stofnað verkið mitt?

Því miður, vegna tæknilegra takmarkana er ekki mögulegt að breyta stærð á verki án þess að tapa þeim breytingum sem þú hefur gert eða byrja frá byrjun.

Get ég breytt stærðinni á vörunni minni eftir að ég hef stofnað verkið mitt?

Öll vistuðu verkin þín eru undir „Verkin mín“ möppunni á síðunni „Reikningurinn minn.“ Smelltu á forsíðumyndina við hliðina á notendanafninu þínu til að nálgast allar möppur undir „Reikningurinn minn.“

Hvernig breyti ég verki sem ég hef stofnað?

Þú finnur öll verkin þín á reikningnum þínum undir möppunni „Verkin mín.“ Vinsamlegast smelltu á forsíðumyndina við hliðina á notendanafninu þínu til að nálgast reikninginn þinn.

Get ég endurpantað vöru sem ég hef nú þegar búið til og pantað?

Já.
Ef þú óskar eftir að endurpanta vöru án þess að breyta uppsetningu, vinsamlegast smelltu á „Pöntunarsaga og upplýsingar“ á reikningnum þínum. Þar finnur þú lista yfir eldri pantanir. Á hægri hönd eru upplýsingar fyrir hverja pöntun og þar býðst sá möguleiki að endurpanta. Smelltu á „Endurpanta“ og valin vara verður færð í körfuna þína.

Ef þú óskar eftir að breyta vörunni þinni áður en þú endupantar hana, vinsamlegast farðu í möppuna „Verkin mín“ á reikningnum þínum, veldu vöruna sem þú óskar eftir að breyta fyrir endurpöntun og veldu „Afrita“ möguleikann í síðasta dálkinum. Afritaða varan mun samstundis bætast við verkin þín. Þú getur núna breytt og vistað verkið þitt. Þú getur einnig endurnefnt afritið ef þú vilt.

Hversu langur afhendingartími er á vörunni minni?

Myndabækur og dagatöl eru afhent innan 5 vinnudaga og kort innan 3 vinnudaga.
Vinnslutími árbóka:
Árbækur sem kiljur – 5 vinnudagar
Plastaðar harðspjalda árbækur – 10 vinnudagar
Leðurklæddar árbækur – 15 vinnudagar

Í gegnum forritið

Afturkalla/endurkalla möguleikar
Afturkalla – gerir þér kleift að endurtaka síðustu aðgerð. Þú getur einnig notað flýtileiðina CTRL+Z
Endurkalla – gerir þeir kleift að endurkalla síðustu aðgerði. Þú getur einnig notað flýtileiðina CTRL+Y

Af hverju er ekki hægt að breyta fyrstu og síðustu síðunni á myndabókinni minni?

Vinstri síðan á fyrstu blaðsíðunum og myndabókinni og hægri síðan á síðustu blaðsíðunum á myndabókinni eru innri hliðarnar á kápunni á hvort sem hún er harð- eða mjúkspjaldabók. Þær eru auðar og ekki hægt að breyta þeim eða prenta á þær.

Eru einhverjar takmarkanir á því að bæta við texta á síður?

Allar ljósmyndavörur sem við seljum eru með öryggisramma á brún allra síðna (dagatöl, einnar eða tveggja síðna kort). Ef textaboxið er sett of nálægt brún vörunnar verður öryggisramminn sýnilegur og gefa þér viðvörun um að textaboxið þitt sé of nálægt skurðlínunni. Þrátt fyrir að það séu engar viðvaranir um það að setja textabox yfir opnu (tvær síður) mælum við ekki með því að það sé gert þar sem eitthvað af textanum mun hverfa í innbindinguna.

Get ég haft blaðsíðutöl?

Forritið gefur ekki möguleika á því að merkja blaðsíður sjálfkrafa. Hins vegar getur þú merkt blaðsíðurnar handvirkt með því að bæta við textaboxi á hverja síðu og skrifa viðeigandi blaðsíðutal.

Hversu nálægt blaðbrúninni get ég sett ljósmyndirnar mínar?

Ólíkt texta getur þú sett ljósmyndirnar þínar alveg út á brún.
Til að velja hversu nálægt skurðarlínunni ljósmyndirnar þínar eru, vinsamlegast veldu möguleikann „sýna blæðingu“ til að tryggja að þú setjir ljósmyndirnar þínar nógu langt frá skurðarlínunni svo það sé ekki hætta á hvítri línu á brún myndabókarinnar.
Hins vegar, ef ljósmyndin þín á ekki að vera alveg við brúnina mælum við að hún sé sett að minnsta kosti 5 mm. frá brún blaðsíðunnar.

Get ég notast við línur til leiðbeiningar við staðsetningu ljósmynda á mörgum síðum?

Já, þú finnur „sýna reglustiku“ í verkfærastikunni í forritinu. Smelltu á „Meira“ og möguleikar birtast, þar á meðal reglustika. Þú getur notað þetta tól til að merkja leiðbeiningarlínur á myndabókina eða árbókina þína ef þú vilt stýra hönnuninni. Vinsamlegast athugaðu að leiðbeiningarlínur eru svartar svo ef þú vilt svartan bakgrunn skaltu fyrst vinna með hönnunina á hvítum bakgrunn og skiptu svo yfir þegar þú ert sátt/ur við útlit síðana.

Get ég aukið sýnileika varanna sem ég er að vinna með í forritinu?

Það er aðdráttarmöguleiki innan forritsins sem gerir þér kleift að stækka verkið þitt upp í 400%. Þú getur einnig falið neðstu valstikuna sem sýnir yfirlit yfir síður verksins.
Þú getur einnig unnið verkið á fullum skjá með því að smella á F11 á lyklaborðinu (smelltu aftur á F11 til að skipta aftur yfir í venjulega skjámynd).

Hvernig breyti ég staðsetningunni minni í aðdrætti?

Notaðu stikurnar til hliðar og niðri til að færa þig til.
Þér gæti þótt betra að nota ALT hnappinn á lyklaborðinu – þú einfaldlega smellir og heldur niðri ALT og færir þig til á þann stað sem þú vilt.

Get ég breytt bakgrunninum mínum?

Já. Til að breyta bakgrunninum, vinsamlegast færðu bakgrunninn á síðu innan verksins þíns og smelltu tvisvar á hann með músinni. Verkfærastika birtist sem gerir þér kleift að stilla útlitið á bakgrunninum. Smelltu á „Búið“ þegar þú hefur lokið við að breyta honum.

Að leggja inn pöntun

Ég hef lokið við verkið mitt, hvar set ég inn afsláttarkóða?

Þegar þú hefur lokið við verkið þitt og fært það í körfuna þína getur þú bætt við afsláttarkóða með því að skrifa hann í textaboxið „Setja inn afsláttarkóða“ undir nafni verksins í körfunni þinni. Þegar þú hefur sett inn kóðann, vinsamlegast staðfestu hann með því að smella á „OK“ hnappinn til hægri. Heildarverð pöntunarinnar þinnar mun breytast samkvæmt afsláttarkóðanum.

Get ég notað fleiri en einn afsláttarkóða í einu?

Það er ekki mögulegt að nota marga afslætti á einni pöntun. Þar af leiðandi, ef fleiri en einn afsláttarkóði er virkur, notaðu hann sem gefur þér bestu kjörinn á þessari vöru og leggðu inn fleiri en eina pöntun ef þú ert að panta fleiri en eina vöru. Þannig getur þú fengið eins góð kjör og kostur er.

Hvers vegna hvarf magnafslátturinn minn þegar ég setti inn afsláttarkóða?

Því miður er ekki möguleiki á fleiri en einum afslátt á sömu pöntuninni. Þar af leiðandi hefur afsláttarkóðinn sem þú settir inn tekið út magnafsláttinn. Athugaðu alltaf hvaða afsláttur gefur þér bestu kjörin.

Útskýring á orðum

Hvað er síða?

Því miður er ekki möguleiki á fleiri en einum afslátt á sömu pöntuninni. Þar af leiðandi hefur afsláttarkóðinn sem þú settir inn tekið út magnafsláttinn. Athugaðu alltaf hvaða afsláttur gefur þér bestu kjörin.

Hvað eru saurblöð?

Saurblöð í bókum eru síðurnar af tvöfaldri breidd þar sem annar helmingurinn límist við harðspjaldakápu og hinn helmingurinn er fyrsta (auða) síðan í bókinni. Saurblöðin í harðspjaldabókunum okkar eru hvít.

Hvað er kilja?

Kilja þýðir að þótt að kápan sé prentuð er hún samt sem áður sveigjanleg. Kiljurnar okkar eru prentaðar á 300 gr. pappír og glærplastaðar.

Hvað er plöstuð harðspjaldakápa?

Harðspjaldakápa er gerð úr 2,18 mm. þykkum pappa sem er klæddur með ljósmynd að eigin vali. Bókin er síðan bundin inn í kápuna með saurblöðum.

Hvað er leðurkápa?

Leðurkápa er gerð úr 2,18 mm þykkum pappa sem er klæddur með leðurlíki. Bókin er síðan bundin í leðurkápuna með saurblöðum.

Ýttu á hnappinn hér fyrir neðan til að senda okkur skilaboð.

100% trygging fyrir því að þínum óskum sé fyllt

Ánægja þín með vöruna er forgangsatriði og því erum við fullviss um að þú munir elska vörurnar okkar.

Þegar þú kemur í Samskipti færðu aðgang að heildarlausnum sem henta þér.

Fyrsta flokks sýningarkerfi er bara byrjunin. Sýning á að bera vitni um gæði þess sem þú vilt selja. Hugsjón okkar er að það takist sem best. Þess vegna bjóðum við fría ráðgjöf áður en þú pantar, hágæða framleiðslu og prentun og frábæra þjónustu frá upphafi til enda. Já, jafnvel þó um sé að ræða einföldustu sýningarstanda.

Frí ráðgjöf

Fullkomin ábyrgð

Sett saman án verkfæra

Frí ráðgjöf

Fullkomin ábyrgð

Sett saman án verkfæra